04.04.1922
Efri deild: 36. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 478 í B-deild Alþingistíðinda. (391)

59. mál, bæjarstjórn í Hafnarfirði

Frsm. (Sigurjón Friðjónsson):

Jeg hefi eigi neitt sjerstakt að segja um þetta mál, annað en vísa til nefndarálitsins um það á þskj. 182.

Jeg get bætt því við frá sjálfum mjer, að jeg er frv. hlyntur og mun greiða atkv. með því; álít jeg að það geti orðið fremur til gagns, og er kostnaðar- og fyrirhafnarlítið að koma því gegnum þingið hjeðan af.

Vil jeg svo aðeins geta þess, að frv. liggur fyrir til atkvgr. ásamt brtt. á þskj. 141.