22.03.1922
Neðri deild: 29. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 484 í B-deild Alþingistíðinda. (411)

23. mál, prestsmata á Grund í Eyjafirði

Pjetur Ottesen:

Jeg skaut því til hv. fjárhagsnefndar, þegar mál þetta var hjer til fyrstu umræðu, hvaða dilk það mundi draga á eftir sjer, ef þetta frv. yrði samþykt, og að þá mundi ekki verða hjá því komist, ef fullrar sanngirni væri gætt, að eins væri farið að með aðrar bænda- eða safnaðarkirkjur og nú við þessa — nefnilega, að prestsmötugjaldið þar, sem svo stendur á, verði látið ganga til viðhalds þeim. Háttv. frsm. (Þorl. G.) gat ekkert um þetta í ræðu sinni áðan, hvað nefndin hygðist fyrir í þessu efni, en nú heyri jeg, að háttv. frsm. kveður sjer hljóðs, og vil því bíða eftir svari hans.