15.03.1922
Neðri deild: 23. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 507 í B-deild Alþingistíðinda. (457)

37. mál, dýraverndun

Magnús Guðmundsson:

Við þm. Skagfirðinga vorum á móti þessu atriði af því það er víðar fugl en í Drangey, en nefndin hafði aðeins haft hana í huga. (St. St.: Drangey er alls ekki nefnd í frv.,). Nei, ekki í frv., en í greinargerðinni.

Við höfum ekkert á móti mannúðlegum ákvæðum um fugladráp, en við höldum fram, að Skagfirðingar hafi best vit á að dæma um, hvernig því verði heppilegast fyrir komið hjá sjer.