15.03.1922
Neðri deild: 23. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 508 í B-deild Alþingistíðinda. (459)

37. mál, dýraverndun

Magnús Guðmundsson:

Jeg er alveg á gagnstæðri skoðun við háttv. 3. þm. Reykv. (J. Þ.) og held, að sýslunefnd Skagfirðinga hafi betur vit á fuglaveiðum í Drangey en landsstjórnin, enda ræður það af líkum, þegar það er athugað, að í landsstjórninni er venjulega enginn maður kunnugur í Skagafirði, en í sýslunefndinni eru altaf 15 gagnkunnugir menn.