25.03.1922
Efri deild: 29. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 511 í B-deild Alþingistíðinda. (468)

37. mál, dýraverndun

Forsætisráðherra (S. E.):

Jeg hefi því miður, sökum annríkis, ekki fylgst með þessu máli. En hjer er um mannúðaratriði að ræða, sem ekki má sýna of litla rækt.

Háttv. 2. þm. Eyf. (E. Á.) lagði áherslu á það, að leyft yrði að nota rothögg við aflífun sauðfjár. Sje jeg eigi í fljótu bragði neitt því til fyrirstöðu, að rot og skot yrðu heimiluð jöfnum höndum í reglugerðinni. Jeg vil þó eigi slá neinu föstu um þetta, en vonast til þess, að háttv. deild leyfi frv. að ganga til 3. umr., og mun jeg þá koma með ákveðnar yfirlýsingar í þessu efni.

Viðvíkjandi Drangeyjarveiðinni er það að vísu rjett, að það er algild skýringarregla, að þegar um sjerlög er að ræða, þá víkja ákvæði almennra laga fyrir þeim, ef þau rekast á. Ef þetta kynni að eiga sjer stað hjer, þá má, ef ástæða þykir til, fella eldri lögin beinlínis úr gildi, og þá eru þessi vandræði leyst.