25.03.1922
Efri deild: 29. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 513 í B-deild Alþingistíðinda. (471)

37. mál, dýraverndun

Frsm. (Sigurjón Friðjónsson):

Jeg hefi eigi haldið því fram, að rothögg væri óhafandi. En ef á að innleiða þá líflátsaðferð, þarf hver búandi, sem sauðfje á, að eignast helgrímu, og til að innleiða hana þarf töluverðan tíma að jeg hygg. Annars eru víst allir sammála um það, að lífláta beri skepnurnar á sem mannúðlegastan hátt.