25.03.1922
Efri deild: 29. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 513 í B-deild Alþingistíðinda. (473)

37. mál, dýraverndun

Halldór Steinsson:

Jeg vildi leyfa mjer að gera dálitla athugasemd við ræðu háttv. frsm. (S. F.).

Jeg get alls ekki gengið inn á það, að hálsskurður sje sársaukalaus. Að vísu getur hann hepnast sæmilega hjá laghentum mönnum, en eins og allir vita, þá eru ekki allir laghentir, svo það gengur misjafnlega. Hálsskurður þolir enganveginn samanburð við skot eða rothögg. En það er þó ávalt víst, að skepnan verður fyrir hugarstríði með þessari aðferð, við að sjá skepnur, sem búið er að slátra áður, og að horfa á blóðvöllinn.

En það þarf að hugsa um aflífun fleiri húsdýra en sauðfjárins. Og lögin frá 1915 ná eigi til þeirra. Svo er t. d. um hunda og ketti, sem eigi eru altaf deydd á sem hugðnæmastan hátt.

Hitt, sem bætt var inn í, um fuglaveiðar, sje jeg eigi annað en mjög til bóta. Jeg legg því eindregið til, að frv. verði samþykt.

Jeg er sammála háttv. 2. þm. Eyf. (E.Á.) um frv. þetta. En þar sem hann vildi fella það til þess að geta falið stjórninni að breyta reglugerðinni til batnaðar, þá vil jeg samþykkja frv. í sama tilgangi.