11.04.1922
Efri deild: 42. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 515 í B-deild Alþingistíðinda. (480)

37. mál, dýraverndun

Halldór Steinsson:

Jeg er þakklátur hæstv. forsrh. (S. E.) fyrir þær upplýsingar, sem hann gaf. Því fyrst virtist svo sem háttv. þm. litu svo á, að alment yrði fyrirskipað að lífláta alt sauðfje með skoti, ef frv. þetta yrði að lögum. Og gat jeg eigi betur skilið en að það væri ástæðan fyrir því, að þeir voru frv. andvígir.

En þar sem nú hæstv. forsrh. (S. E.) hefir gefið þessa yfirlýsingu, vona jeg, að hv. deildarmenn taki vel í málið og sýni því þann sóma, sem það á skilið, og samþykki frv. eins og það liggur fyrir.