17.03.1922
Neðri deild: 25. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 526 í B-deild Alþingistíðinda. (516)

60. mál, einkaréttur til að selja allt silfurberg

Frsm. (Bjarni Jónsson):

Jeg skal vera stuttorður. Trúi jeg ekki öðru en frv. þetta verði samþykt umræðulítið. Ríkið rekur nú námaiðnað í Helgustaðafjalli, en víðar er silfurberg í jörðu hjer en þar, sem einstakir menn ráða yfir. Má því vel fara svo, að ef þessir menn ynnu að námarekstri og seldu svo silfurbergið, að það gæti spilt fyrir rekstri og sölu ríkisins. Tel jeg því nauðsynlegt, að hag ríkissjóðs sje borgið og trúi jeg ekki öðru en þessu sparnaðarþingi verði ljúft að fallast á frv.