17.03.1922
Neðri deild: 25. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 527 í B-deild Alþingistíðinda. (519)

60. mál, einkaréttur til að selja allt silfurberg

Atvinnumálaráðherra (Kl. J.):

Jeg skal út úr þessu bæta við örstuttri aths. Verkfræðingurinn vildi ekki gera sína áætlun of glæsilega, og þess vegna slepti jeg henni, en jeg skal geta þess, að hann tekur skýrt fram, að kg. af silfurbergi fyrsta flokks, sem áður hefir selst fyrir 300 kr., megi nú selja fyrir 500 kr. Og einnig að þar sem áður var hægt að selja 50 kg. á ári, megi nú selja 100 kg., og verður þá útkoman alt önnur.