20.03.1922
Neðri deild: 27. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 539 í B-deild Alþingistíðinda. (531)

60. mál, einkaréttur til að selja allt silfurberg

Jón Þorláksson:

Jeg ætla aðeins að mótmæla því, sem virtist skína í gegnum ræðu hæstv. atvrh. (Kl. J.), að ríkisstjórnin hafi eftir núgildandi lögum nokkra skyldu til þess að leita eftir silfurbergi á fleirum stöðum en þeim eina, sem nefndur hefir verið. Og sú rannsókn hefir þegar kostað 60–70 þús. kr., en eftirtekjurnar rýrar enn sem komið er. Gæti því drjúgum vaxið rannsóknarkostnaðurinn, ef víðar væri leitað, en jeg verð fyrir mitt leyti að líta svo á, að hann sje orðinn nógur.