08.04.1922
Efri deild: 40. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 578 í B-deild Alþingistíðinda. (584)

15. mál, útflutningsgjald

Frsm. (Guðmundur Ólafsson):

Eins og tekið er fram í nefndarálitinu á þskj. 218, var búist við, er lög þessi voru samþykt á síðasta Alþing það fella mætti þau úr gildi við næstu áramót. Nú vita allir hv. þdm., að hagur ríkissjóðs er ennþá ekki svo góður, að hann megi missa af þessum tekjum, sem gera má ráð fyrir, að nemi 300–400 þús. kr. á ári. Þótt því nefndin viðurkenni það fyllilega, að frv. sje ekki í alla staði rjettlátt, því að misrjetti veldur það milli þess hluta þjóðarinnar, er framleiðsluna hefir með höndum, og þeirra, er ekkert framleiða, leggur hún þó eindregið til, að það verði samþykt. Veldur því hin mikla þörf ríkissjóðs á tekjum, sem seint verður fullnægt.