06.04.1922
Neðri deild: 42. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 584 í B-deild Alþingistíðinda. (598)

18. mál, réttur til fiskveiða í landhelgi

Frsm. (Einar Þorgilsson):

Í frv. því, sem hjer liggur fyrir, eru dregin saman gildandi lög og tilskipanir um rjett til fiskiveiða í landhelgi, og auk þess nokkru bætt við, sem einkum er sniðið eftir norskri löggjöf um sama efni. Aðalbreytingin er sú frá því, sem nú er, að ríkisborgararjettur á að verða skilyrði fyrir rjettindunum, en nú er búseta skilyrðið.

Sjávarútvegsnefnd, sem hefir haft málið til meðferðar, felst á frv., svo sem sjá má á nál. á þskj. 188, og leggur nefndin til, að á því verði gerðar nokkrar breytingar. Þessar breytingar eru ekki efnislegar, heldur aðeins orðabreytingar, og þarf jeg ekki út í það að fara. Þó má geta þess, að b-liður 3. brtt. við 13. gr. er fram borinn vegna þess, að um ólöglegar botnvörpuveiðar eru gerð sjerskilin sektarákvæði.