27.02.1922
Neðri deild: 10. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 591 í B-deild Alþingistíðinda. (616)

19. mál, seðlaútgáfa Íslandsbanka

Magnús Jónsson:

Jeg ætla ekki að fara að rekja umræðurnar, en það er ekki rjett hjá háttv. 1. þm. Rang. (Gunn. S.), að hjer sje um það að ræða að draga snögt inn seðlana; það er einmitt gert mjög hægt.

En alt fyrir það er auðvitað hætt við því, að það geti komið hart niður á einstöku mönnum.

Jeg er ekki samþykkur hæstv. fjrh. (M. G.) um það, að það geti ekki verið freisting fyrir bankann að gefa út seðla, þó að hann græði ekkert á því, en auðvitað er minni hætta að fela stjórninni það með þessu skilyrði.

Annars er það aðalatriðið, hvort lögin frá 31. maí 1921 eru í gildi eða ekki.

Fanst mjer, að hæstv. fjrh. færi þar nokkuð ónákvæmlega með 10. gr. þeirra laga, nema ef svo er, að „samþykki“ þýði á lagamáli sama og að gera þær ráðstafanir, sem lögin áskilja, sem jeg leyfi mjer að efast um.