06.04.1922
Neðri deild: 42. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 667 í B-deild Alþingistíðinda. (666)

78. mál, eftirlit með skipum og bátum

Frsm. (Jón Baldvinsson):

Við fyrstu umr. þessa máls var gerð grein fyrir, hvernig þetta frv. er til komið og hvaða breytingar það gerir á gildandi lögum, en þær eru hvorki margar nje stórvægilegar. Um hina konunglegu tilskipun, sem nefnd er í 2. gr. frv., skal þess getið, að fyrir henni var einnig gert ráð í síðustu lögum, og jeg hygg, að það megi ganga út frá, að ákvæði laganna hafi nú náð þeirri fullkomnun, að eigi þurfi lengi að standa á þessari tilskipun, að minsta kosti ekki 10 ár, eins og nú hefir átt sjer stað.

Í 6. gr. er ákveðið, að eftirlit með öryggi skipa og skoðanir á þeim skuli heyra undir atvinnumálaráðuneytið. Það hefir verið ætlast til, að skrár yfir íslensk skip væru til í stjórnarráðinu, en í fyrra var fundið að því, að þessar skrár væru ekki í góðu lagi. Ætti að vera hægt að kippa þessu í lag á næstu 1–2 árum.

Annað hefi jeg ekki að segja, komi ekki fram brtt. eða fyrirspurnir.