24.03.1922
Efri deild: 28. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 677 í B-deild Alþingistíðinda. (698)

27. mál, skipting Húnavatnssýslna í tvö kjördæmi

Guðmundur Ólafsson:

Jeg get ekki mótmælt því, að undirbúningurinn er ekki mikill undir þetta frv. Það kom ekki til umræðu nema á tveim þingmálafundum í vetur, sínum í hvorri sýslu, og var samþykt með miklum meiri hluta atkvæða á þeim báðum. Reyndar hefir það ekki verið borið undir álit sýslunefndanna. Munurinn á fólksfjölda í sýslunum er raunar nokkuð mikill, en þó er það ekki meiri munur en í mörgum öðrum kjördæmum. Jeg hefi haldið því fram, að heppilegra væri að miða kjördæmaskiftingarnar við sýsluskiftingarnar, þó að fólksfjöldi væri mismunandi mikill. Við þm. Húnvetninga lofuðum að flytja þetta frv. og greiðum því atkv. með því. En út af orðum háttv. framsögumanns (S. H. K.) vil jeg taka fram, að ekki get jeg ábyrgst það, að engin óánægja rísi upp af því hjá einstökum mönnum, sjerstaklega í Austursýslunni. Veit jeg að það er ekki einróma ósk þar.