24.03.1922
Efri deild: 28. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 678 í B-deild Alþingistíðinda. (699)

27. mál, skipting Húnavatnssýslna í tvö kjördæmi

Halldór Steinsson:

Mjer virðist sem bæði frsm. (S. H. K.) og 1. þm. Húnvetninga (G. Ó.) styðji frv. þetta með hálfum hug. Það verður heldur ekki annað sagt en undirbúningnum undir það sje mjög svo ábótavant. Aðeins minst á það á tveim þingmálafundum, sem vjer vitum ekki, hve fjölmennir hafa verið, vantar umsögn sýslunefndanna og auk þess skiftingin ekki rjettlát, þar sem önnur sýslan er miklu mannfleiri.

Þykir mjer því rjett að vísa málinu til stjórnarinnar og kem fram með rökstudda dagskrá, svo hljóðandi:

„Þar sem frv. þetta virðist ekki hafa fengið nægilegan undirbúning og ekki verður sjeð, að hve miklu leyti það styðst við vilja hlutaðeigandi sýslubúa, telur deildin rjett að vísa því til stjórnarinnar til frekari undirbúnings, og tekur því fyrir næsta mál á dagskrá“.