26.04.1922
Sameinað þing: 14. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 948 í B-deild Alþingistíðinda. (70)

Þinglausnir

Forsætisráðherra (S. E.):

Jeg vil leyfa mjer hjer með að lesa upp brjef hans hátignar konungsins um þinglausnir, er hljóðar svo:

Christian hinn tíundi, af guðs náð konungur Íslands og Danmerkur, Vinda og Gauta, hertogi í Sljesvík, Holtsetalandi, Stórmæri, Þjettmerski, Láenborg og Aldinborg.

Gerum kunnugt: Vjer viljum hjer með veita yður sem Vorum forsætisráðherra fyrir Ísland umboð til þess í Voru nafni að segja Alþingi slitið, þá er þingið hefir lokið störfum sínum um 25. þessa mánaðar.

Ritað á Amalíuborg, 22. apríl 1922.

Undir vorri konunglegu hendi og innsigli.

Christian R.

(L. S.)

Sig. Eggerz.