03.04.1922
Neðri deild: 39. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 712 í B-deild Alþingistíðinda. (811)

71. mál, kennsla heyrnar og málleysingja

Frsm. (Gunnar Sigurðsson):

Er það meining háttv. 1. þm. Skagf. að vera á móti frv.? (M. G.: Það fær þm. bráðum að sjá). Annars fæ jeg ekki sjeð, að það sje nokkur þörf á því að fresta frv., því að stjórninni er það alveg í sjálfsvald sett, hvort hún vill leggja út í kostnaðinn eða ekki, en hins vegar mun hún alls ekki gera það án þess að bera það undir fjárveitingarvaldið.