13.03.1922
Efri deild: 19. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 724 í B-deild Alþingistíðinda. (853)

57. mál, sveitarstjórnarlög

Björn Kristjánsson:

Jeg er nefndinni þakklátur fyrir till. sínar í þessu máli. Jeg hefði að vísu kunnað betur við, að hún hefði haldið sjer við mitt frv. Það hefði sparað prentun þingskjala og eina umr. En úr því, sem komið er, sje jeg ekki ástæðu til að gera það að ágreiningsefni. Nefndin leggur til, að breytingar þær, sem fólust í frv. mínu, verði samþyktar, og það er mjer aðalatriðið. Jeg hefi heldur ekkert á móti því, sem nefndin hefir aukið við frv.

Viðvíkjandi andmælum háttv. 2. þm. S.-M. (S. H. K.) gegn því, að heimilað sje að leggja á bátaútveg, sem rekinn er innan sýslu í hreppunum á víxl, vil jeg geta þess, að heldur en að frumvarpið falli vil jeg til samkomulags fallast á, að aðeins sje felt úr eldri lögunum orðin: „eða við sama fjörð eða flóa“.

Jeg er hæstv. ráðherra (Kl. J.) þakklátur fyrir, hve vel hann tók í breytinguna um laxveiði. Það var vitanlega alveg rjett hjá honum, að það er ósanngjarnt, að sveitirnar missi tekjur af þessari atvinnu, sem er arðvænleg í eðli sínu, þó að einstakir menn stundi hana sjer til gamans. Hún á að vera gjaldskyld engu að síður.