13.03.1922
Efri deild: 19. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 725 í B-deild Alþingistíðinda. (854)

57. mál, sveitarstjórnarlög

Atvinnumálaráðherra (Kl. J.):

Aðeins stutt athugasemd. Það er alveg rjett, að í þessu frv. er ekki farið fram á að stytta þessi tímabil, en slíkar tilraunir hafa komið fram áður margoft á þingi, og oft náð fram að ganga, svo að aðalatriðið í gömlu lögunum, að aðeins væri hægt að leggja á 4 mánaða atvinnu, er nú rofið og altaf að færast niður á við, og óvíst hvar staðar nemur.