13.03.1922
Efri deild: 19. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 727 í B-deild Alþingistíðinda. (857)

57. mál, sveitarstjórnarlög

Halldór Steinsson:

Jeg stend aðeins upp til þess að láta það í ljós, að jeg felli mig mjög vil við þessa dagskrá og greiddi henni atkvæði mitt, ef hún hefði það innifalið að breytingar á sveitarstjórnarlögunum yrðu lagðar fyrir næsta þing. Hvaðanæva heyrast raddir um það, að lögin þurfi gagnrýni og breytingar við, bæði í einstökum atriðum og allri heildinni, og er því eðlilegast og sjálfsagðast, að þær breytingartill. komi frá stjórninni. Þessi breyting, sem hjer er um að ræða, er svo smávægileg, að hún getur vel beðið næsta þings.