15.03.1922
Efri deild: 20. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 734 í B-deild Alþingistíðinda. (871)

57. mál, sveitarstjórnarlög

Forseti (G. B.):

Með því að till. sú til rökstuddrar dagskrár, sem fram er komin frá háttv. 1. landsk. varaþm. (S. F.), er sama efnis sem dagskrá sú, er feld var hjer í deildinni við 1. umr. málsins, hlýt jeg að úrskurða, í samræmi við 32. gr. þingskapa, að dagskrártill. sú, sem nú er fram borin, geti eigi undir atkvæði komið.