10.04.1922
Neðri deild: 45. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 752 í B-deild Alþingistíðinda. (889)

57. mál, sveitarstjórnarlög

Jakob Möller:

Hv. þm. Borgf. (P. O.) kvað ekki hægt að hafa heyið að veði fyrir útsvarinu. Það er ekki rjett. Krafan fyrnist ekki til næsta sumars eftir að lagt var á, og hey þess sumars yrði þá að veði, en vitanlega þyrfti til þessa sjerstök ákvæði. Og þetta ráð, sem jeg benti á, að leggja vel á þá, sem braska með jarðarafnotin, er áreiðanlega hið áhrifamesta til þess að koma í veg fyrir misnotkun jarðanna. En ef hv. þm. leggur ekki aðaláhersluna á það, þá veit jeg ekki, hvað undir býr.