18.04.1922
Efri deild: 45. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 761 í B-deild Alþingistíðinda. (900)

57. mál, sveitarstjórnarlög

Frsm. (Guðmundur Ólafsson):

Jeg vil aðeins geta þess fyrir hönd landbúnaðarnefndar, að hún vill að frv. nái fram að ganga, enda þótt henni þyki það lakara með þeirri breytingu, sem háttv. Nd. hefir gert á því, með því að setja inn aftur: „eða við fjörð eða flóa“, en það stendur nú í lögunum og verða þau því ekki lakari en nú eru, þótt það standi þar áfram.

Tvær aðalbreytingar, sem þessi deild gerði til bóta frv., hefir Nd. fallist á og látið standa. Landbúnaðarnefnd er því með því, að frv. fái fram að ganga.