24.03.1922
Neðri deild: 31. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 762 í B-deild Alþingistíðinda. (903)

68. mál, fræðsla barna

Frsm. (Þorsteinn Jónsson):

Mentmn. þóttist sjá fram á það, að frv. það um fræðslu barna, sem samið var af milliþinganefnd og flutt af stjórninni, myndi eiga erfitt uppdráttar hjer í þessari háttv. deild, og þótti því rjett að koma fram með þetta bráðabirgðafrv. Þær breytingar, sem frv. þetta fjallar um, stefna að því að gera lögin um fræðslu barna rýmri, og nefndin vonast því til þess, að þeir, sem slaka vilja á skólaskyldunni eða fella hana burtu, samþykki þetta frv. Jeg vil svo ekki fara ítarlegar út í þetta mál að sinni nje gefa tilefni til umr., en vonast til, að frv. gangi mótstöðulaust til 2. umr.