24.03.1922
Neðri deild: 31. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 765 í B-deild Alþingistíðinda. (908)

68. mál, fræðsla barna

Frsm. (Þorsteinn Jónsson):

Það er alveg rjett hjá háttv. þm. Borgf. (P. O.), að ný ákvæði þyrfti, ef skólarnir ættu aðeins að starfa í 3 mánuði. En það er ekki meiningin, og væri enda ekki heppilegt. Best er að hafa sveitaskólahjeruðin svo stór, að skólarnir rúmi 2 flokka barna, í 3 mánuði hvorn, eða jafnvel 3 flokka barna, í 2 mánuði hvern. Annars skal jeg taka það fram, að þetta er bara mitt álit, og verður þetta athugað nánar af nefndinni. — En jeg endurtek það, að skólar þessir fengju ekki styrk eftir gildandi lögum, ef þeim væri ætlað að starfa aðeins í 3 mánuði, enda gætu þeir þá naumast kallast heimavistarskólar, heldur farskólar.