11.04.1922
Neðri deild: 46. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 792 í B-deild Alþingistíðinda. (937)

68. mál, fræðsla barna

Lárus Helgason:

Mjer þykir háttv. 3. þm. Reykv. (J. Þ.) vera heldur um of hræddur við þá rýmkun á skólaskyldu, sem af þessum brtt. leiði. Í þorpunum vilja aðrir helst nota skólana, því að ódýrari kenslu er ekki að fá nje hagkvæmari. Þá óttast jeg ekki heldur, að þetta verði mikill kostnaðarauki fyrir ríkið. Og þótt svo yrði, þá bætti það aðeins ofurlítið upp það, hve sveitirnar verða nú útundan með styrk úr ríkissjóði, enda tel jeg nú alls eigi rjett að borga ver fyrir sömu vinnu í sveitum en í kaupstöðum. Jeg skil líka ekki annað en telja mætti þá vel að þessu komna, sem vildu leggja það á sig að reisa skólahús og halda þeim í góðu ástandi.