07.04.1922
Efri deild: 39. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 813 í B-deild Alþingistíðinda. (980)

58. mál, atvinna við siglingar

Guðmundur Guðfinnsson:

Jeg get ekki fallist á þetta frv. eins og það liggur fyrir. Það virðist vera fram komið vegna skorts á skipstjóraefnum, þar sem það setur vægari skilyrði. En eftir þeim gögnum, sem fyrir liggja frá fjelaginu „Aldan“, og þeir menn, sem þar eru, ættu að vera kunnir þessu máli, þá lítur ekki út fyrir, að skortur sje á skipstjóraefnum, því þau eru fleiri en þörf er á. Eins tel jeg athugavert að færa rúmlestatakmarkið eins mikið upp og hjer er gert.

Þá kann jeg heldur ekki við þetta bráðabirgðapróf, þar sem þess virðist ekki þörf. Yfirleitt kynni jeg betur við, að frv. væri athugað í nefnd, og geri jeg það að till. minni, að því verði vísað til sjútvn.