22.02.1923
Neðri deild: 4. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 47 í B-deild Alþingistíðinda. (101)

13. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Magnús Guðmundsson:

Jeg sje ekki að nokkur efi geti verið á því, að orðið „sendiherra” nær ekki til „consules missi“, og því er það auðsætt, að ef ákvæðin um sendiræðismenn eru feld burtu, er engin undantekning til um þá, og þá verða þeir skattskyldir, en það er brot á alþjóðarjetti. Vænti jeg, að hæstv. ráðherra (MagnJ) skilji það.