05.05.1923
Efri deild: 56. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 1247 í B-deild Alþingistíðinda. (1045)

80. mál, stofnun landsbanka

Forsætisráðherra (SE):

Þetta er ekki alveg rjett hjá hv. þm. Vestm. (KE), því að ef ágóðahlutinn væri feldur burt, yrðu launin jöfn. En ástæðan til, að ágóðahlutanum var haldið, var reglugerðin, en ef það væri talið samrýmanlegt við reglugerðina, þá mætti enn ráða bót á þessu, en eitt er að minsta kosti víst, að það mætti og ætti að breyta reglugerðinni og reyna að minsta kosti að takmarka ágóðahlutann.

Jeg segi þetta hreint ekki til að mæla á móti frv., þvert á móti er jeg því fylgjandi og mun greiða atkv. með því.