05.04.1923
Neðri deild: 34. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 1255 í B-deild Alþingistíðinda. (1061)

59. mál, atkvæðagreiðsla fjarstaddra manna við alþingiskosningar

Magnús Guðmundsson:

Jeg hjelt, að háttv. frsm. (GunnS) mundi leiðrjetta það, sem háttv. 1. þm. S.-M. (SvÓ) sagði síðast. Það er misskilningur hjá honum, að 5. gr. verði ekki feld inn í aðallögin, því að í þessari gr. er fyrirsögn frv. Síðustu brtt. nefndarinnar verður því að samþykkja. Má því eigi taka til greina till. hv. 1. þm. S.-M. í þessu efni. Annars ætla jeg ekki að blanda mjer inn í framsöguna. Jeg geri ráð fyrir, að þessir valinkunnu og skilríku menn, sem brtt. á þskj. 237 nefnir, geti verið kosningasmalar, og verði hún samþykt, geti þeir t. d. hjer í Reykjavík farið hús úr húsi og gefið kjósendum vottorð. Þetta get jeg ekki talið rjett, og er því mótfallinn þessari brtt.