05.04.1923
Neðri deild: 34. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 1261 í B-deild Alþingistíðinda. (1073)

59. mál, atkvæðagreiðsla fjarstaddra manna við alþingiskosningar

Pjetur Þórðarson:

Jeg vil aðeins árjetta það, sem háttv. 3. þm. Reykv. (JÞ) sagði, og held því fram, að vottorðið verði í flestum tilfellum eins gott og gilt, þó það sje gefið fyrirfram. Þetta er svo ljóst, að allir ættu að geta sjeð það; getum vjer tekið til dæmis mann, sem að staðaldri er fatlaður, eða farlama gamalmenni. Jeg vil því leggja aðaláhersluna á það, að vottorðin sjeu gefin aðeins af hreppstjóra eða lækni, hvort sem þau eru fengin á lengri eða skemri fresti á undan kosningardeginum eða kosningarathöfninni.