13.04.1923
Efri deild: 39. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 1267 í B-deild Alþingistíðinda. (1086)

59. mál, atkvæðagreiðsla fjarstaddra manna við alþingiskosningar

Jón Magnússon:

Ef hæstv. forsrh. (SE) þykir svo mikið undir því komið, að kjósandi fái sjálfur að tilnefna aðstoðarmann, þá hefði hann átt að vera sjálfum sjer samkvæmur og bera fram frv. um breytingu á kosningalögunum í þessa átt. Jeg hefi bent á, að þetta þrengir í raun og veru ekki kosti kjósanda, því hann fengi oftast að ráða þessu, og þá er betra að hafa samræmi heldur en að hafa það ekki. Þannig liggur málið fyrir. Það er ekki stórt atriði, en þó er betra að gera það, sem rjettara er.