13.04.1923
Efri deild: 39. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 1267 í B-deild Alþingistíðinda. (1087)

59. mál, atkvæðagreiðsla fjarstaddra manna við alþingiskosningar

Forsætisráðherra (SE):

Það getur verið, að stjórnin hefði átt að endurskoða kosningalögin, en það hefir hún ekki gert; enda er þessi breyting ekki frá henni. En eins og jeg hefi sagt áður, sje jeg ekkert athugavert við það að láta kjósendur hafa þennan rjett, þó hitt væri principielt í meira samræmi við lögin.