16.04.1923
Efri deild: 41. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 1269 í B-deild Alþingistíðinda. (1092)

59. mál, atkvæðagreiðsla fjarstaddra manna við alþingiskosningar

Karl Einarsson:

Það var aðeins örstutt athugasemd. Held jeg, að ef kjósandi er staddur á skipi, þá hafi þetta eigi svo mikla þýðingu eins og háttv. 4. landsk. þm. (JM) heldur fram. Þar sem gert er ráð fyrir, að ef skipið er statt í kjördæminu, þá kjósi kjósandinn þar, en ef það er utan kjördæmisins, þá má kjósa um borð eftir kosningalögunum. Ætti að vera hægt fyrir hreppstjóra að komast um borð í skip innan kjördæmisins. Jeg tel þó tillögu háttv. 4. landsk. þm. rjetta eftir atvikum.