19.02.1923
Sameinað þing: 1. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 17 í B-deild Alþingistíðinda. (11)

Kosning forseta

Forseti (MK):

Jeg þakka háttv. þm. það traust, sem þeir hafa sýnt mjer með þessari kosningu, og það er sjálfsagt að reyna að gera sig þess maklegan. Jeg ætla að lýsa því yfir þegar í stað, að jeg mun varast alla hlutdrægni, því það álít jeg einna mikilvægustu skyldu hvers forseta.

Var þá kosinn varaforseti sameinaðs þings.

Kosninguna varð að þrítaka.

Í fyrsta skifti fór svo, að

Sveinn Ólafsson hlaut 17 atkv.

Magnús Guðmundsson — 14 —-

Magnús Pjetursson —9—

en 1 seðill var auður.

Í annað skifti fór svo, að

Sveinn Ólafsson hlaut 17 atkv.

Magnús Guðmundsson — 15 —

Magnús Pjetursson — 8 —

en 1 seðill var auður.

Þá var kosið bundinni kosningu milli þeirra Sveins Ólafssonar og Magnúsar Guðmundssonar, og fór svo, að

Sveinn Ólafsson hlaut 19 atkv.

Magnús Guðmundsson — 15 —

en 7 seðlar voru auðir.

Lýsti þá forseti því, að

Sveinn Ólafsson

væri rjettkjörinn varaforseti sameinaðs þings.