13.04.1923
Neðri deild: 41. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 1271 í B-deild Alþingistíðinda. (1102)

139. mál, fjáraukalög 1923

Fjármálaráðherra (MagnJ):

Jeg get verið stuttorður að þessu sinni. Jeg hefi skýrt frá því áður, að þetta frv. til fjáraukalaga fyrir árið 1923 myndi lagt fram og af hvaða ástæðum. Það er ekki nein stórkostleg upphæð, sem frv. fer með, 52 þúsund krónur, en raunar býst jeg við, að háttv. fjvn. muni bæta þar nokkru við, og svo máske einstakir þm. Það hefir verið slept ýmsu af fjárlögunum fyrir árið 1924, sem jeg býst við, að menn vilji koma að hjer. Legg jeg svo til, að málinu verði vísað til háttv. fjvn.