01.05.1923
Neðri deild: 54. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 1429 í B-deild Alþingistíðinda. (1170)

139. mál, fjáraukalög 1923

Frsm. (Magnús Pjetursson):

Jeg vil þakka háttv. 3. þm. Reykv. (JÞ) fyrir þessa stuttu kenslustund, sem hann hjelt hjer áðan, bæði fyrir mig og fjvn. Það var vitanlega margt af því, sem hann sagði, fallegt, en erfitt hygg jeg, að það myndi verða, er til framkvæmdanna kæmi. Og það er blekking að setja inn í fjárlög fyrir 1924 upphæðir, sem eiga að greiðast á þessu ári.