01.05.1923
Neðri deild: 54. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 1429 í B-deild Alþingistíðinda. (1171)

139. mál, fjáraukalög 1923

Jón Þorláksson:

Háttv. frsm. (MP) sagði, að það væri fals á fjárlögunum að setja inn í þau upphæðir, sem greiðast ættu á þessu ári. En svo er einmitt með allan þorra þeirra greiðslna, sem hjer er um að ræða, að þær gætu beðið næsta árs. En hvorki hæstv. stjórn eða háttv. fjvn. hafa gert hinn minsta greinarmun á þeim fjárveitingum eða greiðslum, sem óumflýjanlegar eru á þessu ári, og þeim, sem vel geta beðið næsta árs. Hefði þó nefndinni ekki verið vorkunn að taka afstöðu til þessa.