07.05.1923
Efri deild: 57. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 1454 í B-deild Alþingistíðinda. (1187)

139. mál, fjáraukalög 1923

Björn Kristjájisson:

Aðeins örstuttt athugasemd út af ræðu hæstv. atvrh. (KIJ). Jeg er glaður yfir því, að hann viðurkendi rjett Víðis og Ýmis á að fá tekjuskattinn endurgreiddan, og tók fram, að stjórnin hefði ekki haft heimild til að borga hann til baka. Skatturinn var löglega á lagður, en af því að það hafði verið vanrækt að innheimta hann annarsstaðar, var ekki rjettlátt að láta hann koma sjerstaklega niður á þessum fjelögum. Af því nú að stjórnin hafði ekki vald til að borga skattinn til baka, hafa fjelögin snúið sjer til þingsins, í þeirri von, að það hljóti að sýna af sjer þá sanngirni, að endurgreiða þann part skattsins, sem farið er fram á. Hv. 1. þm. Húnv. (GÓ) sagði, að það mætti ekki kallast vanvirða fyrir þingið, þó að það greiddi ekki skattinn til baka. En þessir menn fá ekki rjett sinn, nema þingið hjálpi þeim til að fá rjetting mála sinna.

Hæstv. atvrh. (KIJ) skýrði frá því, að ekki væru tiltök að lána Gerðahreppi meira en 20 þús. kr. En jeg er hræddur um, að það yrði ekki nóg, en á hinn bóginn er þörfin brýn fyrir að fá eitthvert lán á þessu ári. Jeg skal ekki segja, hversu mikið það ætti að vera, en alt lánið þyrfti þó að vera 40 þús. Það er þá á stjórnarinnar valdi að skamta lánið, þótt till. sje samþykt, og jeg treysti hæstv. atvrh. til að fá fullvissu um, hversu mikið lánið þyrfti að vera í minsta lagi. Og ekki þarf að gera ráð fyrir, að neitt tapist af láninu, þar sem sýslan ábyrgist lánið. En sú sýsla hefir jafnan staðið í skilum með sín lán og aldrei beðið um neina eftirgjöf.