11.05.1923
Neðri deild: 61. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 1474 í B-deild Alþingistíðinda. (1205)

139. mál, fjáraukalög 1923

Gunnar Sigurðsson:

Það eru aðeins örfá orð um brtt. 1,3, frá fjvn., um lækkun á styrknum til bifreiðaferða austur um fjall. Jeg hefi ekki getað komið því við að hafa tal við háttv. fjvn. um þetta, en skal því nú gefa þær upplýsingar, að styrkur þessi var hækkaður í hv. Ed. af því, að styrkurinn til bátaferðanna til Stokkseyrar og Eyrarbakka var feldur niður. Upphaflega báðum við þm. Rang. um 3000 kr., og því vænti jeg, að háttv. deild sjái, að þetta er sanngirnismál, og lofi því þessum 3 þús. kr. sem háttv. Ed. ætlaði okkur, að standa óbreyttum.