11.05.1923
Neðri deild: 61. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 1484 í B-deild Alþingistíðinda. (1212)

139. mál, fjáraukalög 1923

Gunnar Sigurðsson:

Jeg ræð engu um það, hvort bátastyrkurinn verður tekinn af Árnesingum, en hitt þykist jeg vita, að háttv. Ed. muni halda fast við gerðir sínar í þessu atriði. Jeg skal taka það fram, að háttv. fjvn. er ekki óskift um þessa brtt.; 2 nefndarmenn voru ekki á fundi, og eru þeir báðir mótfallnir henni. Að ekki var farið fram á hærri upphæð en 3000 kr., stafar af því, að við hugðum, að hið háa Alþingi mundi verða við þessari sanngjörnu beiðni. Hefði verið farið fram á hærri upphæð, 5 eða 10 þús., er jeg sannfærður um, að þingið hefði veitt ríflegri upphæð en brtt. fer fram á. En einmitt af því, að þessi beiðni er svo hófleg og sanngjörn, ætti háttv. deild að veita þá upphæð, sem farið var fram á.