12.05.1923
Efri deild: 60. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 1494 í B-deild Alþingistíðinda. (1222)

139. mál, fjáraukalög 1923

Jónas Jónsson:

Fjvn. hefir eigi tekið sameiginlega afstöðu til brtt. á þskj. 628. En hvað viðvíkur 1. brtt., þá skal jeg geta þess, að sumir nefndarmanna munu því hlyntir, að liðurinn verði samþyktur hjer í þessari háttv. deild eins og hann er nú.

Hvað „diathermi“-áhaldið snertir, þá læt jeg mjer nægja að vísa til ræðu hv. 6. landsk. þm. (IHB), sem hefir tekið skýrt fram afstöðu nefndarinnar til þessa máls.

3. brtt. er aðeins orðabreyting.

Hvað snertir greiðsluna á gengismun til íslenskra stúdenta í Kaupmannahöfn, þá vil jeg taka það fram, að jeg held fast við skoðun nefndarinnar á því máli.