12.05.1923
Efri deild: 60. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 1495 í B-deild Alþingistíðinda. (1224)

139. mál, fjáraukalög 1923

Jóhannes Jóhannesson:

Fyrir hönd fjvn. vil jeg gefa hæstv. stjórn þær upplýsingar, að nefndin telur sjálfsagt, að greidd sje dýrtíðaruppbót með upphæðum þeim, sem standa í 8. gr. frv., og er það í samræmi við 18. gr. fjárlaganna, að einum lið þar undanskildum. Áleit nefndin, að ekki þyrfti að taka þetta sjerstaklega fram í frv., og væntir þess, að hæstv. stjórn líti eins á þetta atriði.