14.05.1923
Sameinað þing: 8. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 1508 í B-deild Alþingistíðinda. (1245)

139. mál, fjáraukalög 1923

forseti (MK): Í sambandi við gerðabók síðasta fundar vil jeg leyfa mjer að taka fram, að I. liður brtt. á þskj. 635 (um uppbót til símamanna) var talinn feldur með 17:17 atkv. og þeim úrslitum lýst. En atkvæði mitt varð fyrir misskilning talið nei, þar sem jeg vildi hafa sagt já við tillögunni, eins og jeg hefi tvívegis áður í Nd. greitt atkvæði með sömu tillögu. Tillaga þessi hefði því rauninni átt að vera samþykt með 18:16 atkv. Jeg leyfi mjer að beina þessu í hæstv. ríkisstjórnar og vænti þess, að hún sjái sjer fært að framkvæma það, sem í tillögunni felst, eins og hún hefði verið samþykt.