21.04.1923
Neðri deild: 47. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 1518 í B-deild Alþingistíðinda. (1258)

115. mál, verslun með smjörlíki

Magnús Jónsson:

Jeg ætla að minnast örlítið á 5. gr. þessa frv. Mjer virðast ákvæði greinarinnar vera hreinn barnaskapur og engu með henni náð. Smjörið getur verið blandað smjörlíki eftir sem áður, ef menn á annað borð vilja gera slíkt. En þó þetta sje gagnslaust, þá er það ekki meinlaust, því það getur hindrað það, að framkvæmdir geti orðið á þessum sviðum, sem gagn væri að, eins og t. d um tilraunir þær, sem gerðar hafa verið í smjörbúi Hrunamannahrepps. Jeg held sem sje, að oft geti verið hentugt að hafa þetta tvent saman, smjörbúið og smjörlíkisgerðina, án þess nokkur hætta þurfi að stafa af því eða álitshnekkir. Þess vegna mun jeg verða með brtt., en svo móti frv. greininni, hvort sem brtt. verður samþykt eða ekki.