05.04.1923
Neðri deild: 34. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 1537 í B-deild Alþingistíðinda. (1309)

110. mál, jarðræktarlög

Atvinnumálaráðherra (KIJ):

Á síðasta þingi flutti háttv. 1. þm. Árn. (EE) hjer í háttv. deild tillögu til þingsályktunar um lagasetning búnaðarmála, þar sem skorað var á stjórnina að undirbúa frv. til laga um heildarskipun ýmsra mikilvægra mála, er að búnaði lúta. og skýrði hv. fhn. þáltill. (EE) nánar frá í góðri og skilmerkilegri ræðu, hvaða mál mundu falla þar undir. Var síðan till. samþykt hjer í deildinni.

Jeg tók þá vel í þetta mál, en gat þess, að slíkt frv. gæti tæplega orðið tilbúið svo snemma, að hægt yrði að leggja það fyrir þetta þing. Samt sem áður sendi jeg þál. til Búnaðarfjelags Íslands og mæltist til þess, að það undirbyggi frv. og hraðaði því svo sem unt væri. Tók Búnaðarfjelagið þessu vel, og sat stjórn þess oft og lengi á rökstólum. ásamt ráðunautum sínum. Frv. gat þó eigi orðið tilbúið. er hæstv. forsætisráðherra sigldi með stjórnarfrv., og gat því ekki þegar af þessari ástæðu fylgst með þeim. Var það fyrst tilbúið um jólaleytið.

Þegar jeg fór að athuga frv., sá jeg þegar, að stjórnin mundi ekki geta lagt þ fyrir þingið nema með allmiklum breytingum, en þá vildi svo til, að forseti Búnaðarfjelagsins fór af landi burt, og var hans ekki von fyr en seint í febrúar. Var því ekki hægt fyrir stjórnina að bera sig saman við hann um breytingarnar. Valdi stjórnin því þá leið, að leggja frv. fyrir landbn. í byrjun þingsins. Hefir hún athugað það og flytur það nú fram hjer.

Það, sem mjer þótti einna athugaverðast við frv. í heild sinni, eins og það kom frá Búnaðarfjelaginu, var hið mikla vald, sem frv. veitti Búnaðarfjelaginu, án þess að það samband væri milli fjelagsins og stjórnarinnar, að hún hefði nægilegan íhlutunarrjett um þau ýmsu störf, sem fjelagið hefir með böndum, og þá heldur ekki um það mikla fje, sem fjelaginu eftir frv. er ætlað að hafa undir höndum. Fjekk Búnaðarfjelagið með þessu svo mikil völd, að það hefði í þessum málum orðið nokkurskonar ríki í ríkinu.

Þetta hefir háttv. landbúnaðarnefnd einnig fundið, og breytir hún frv. þannig, að atvinnumálaráðuneytið á að hv. nokkurskonar yfirstjórn Búnaðarfjelagsins og hafa rjett til að skipa 2 menn í stjórn þess, auk þess, sem sjálfsagt er, að ráðuneytið hafi yfirstjórn allra jarðræktarmála. Sjálfur hafði jeg áður hugsað mjer víðtækari breytingar á frv. og Búnaðarfjelagið kæmist í miklu nánara samband við stjórnarráðið en hjer er farið fram á.

Þær orsakir, er nú hefi jeg talið, liggja til þess, að stjórnin kom ekki sjálf með þetta merkilega frv., enda þótt hún gæti að mestu leyti fallist á það, nema 1. kaflann. um stjórn ræktunarmálanna.

Nokkur atriði eru það og önnur, sem stjórninni finnast athugaverð. Má þar til nefna t. d. 15. og 16. gr. frv. Er þar mikið fje veitt fram yfir það, sem áður hefir verið, til kaupa á jarðræktarvjelum. Ekki er heldur tekið fram, hvaðan fje eigi að koma til lána þeirra, er getið er um í 16. gr. Býst jeg við, að það eigi að koma úr ríkisveðbankanum tilvonandi, en óvíst er, hvort hann getur veitt þau lán.

Þá þykir mjer það og óviðeigandi, að ýmsum ákvæðum um þennan banka er blandað inn í þessi lög. Hefi jeg lítið að athuga við þau ákvæði í sjálfu sjer, en hefði talið rjettara, að þau hefðu verið í lögunum um ríkisveðbankann: þau áttu þar betur heima.

Í sambandi við þetta vil jeg geta þess, að gerðar hafa verið ráðstafanir til þess, að ríkisveðbankinn taki sem fyrst til starfa, og helst ekki seinna en um næstu áramót. Auðvitað þýðir lítið að hraða stofnuninni, ef engir peningar verða til, en því miður eru líkindi til, að erfitt verði með útvegun þeirra. Jeg átti nýlega tal við væntanlegan bankastjóra bankans og spurði hann, hvað hann teldi, að hægt væri að byrja með minst fje, og taldi hann ómögulegt að byrja með minna en eina miljón króna, en það er vafasamt, hvort svo mikið fje fæst nú á næstunni.

Þessu með 20000 krónurnar, sem háttv. frsm. (ÞórJ) hjelt, að vera mundi prentvilla í fjárlögunum, mun jeg svara þegar fjárlögin koma til 2. umr.