27.04.1923
Neðri deild: 51. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 1592 í B-deild Alþingistíðinda. (1334)

110. mál, jarðræktarlög

Magnús Jónsson:

Það eru ekki mörg orð; jeg geri þetta ekki að kappsmáli, en vil aðeins, ef 3. brtt. mín yrði feld og þetta stæði um einyrkjana í frv., benda nefndinni á tvent til afhugunar: fyrst, hverjir eru fátækir einyrkjar, og í öðru lagi, hvort ekki sje fullrúmt orðað þetta ákvæði, að 5 dagsverk sjeu jafngildi 10 dagsverka hjá öðrum. (ÞórJ: Jeg þarf ekki að svara þessu). Nei, jeg skýt því til nefndarinnar til athugunar.