05.05.1923
Neðri deild: 58. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 1645 í B-deild Alþingistíðinda. (1423)

151. mál, eftirlitsmaður með bönkum og sparisjóðum

Jón Baldvinsson:

Jeg vildi skjóta því til hæstv. stjórnar og fjárhagsnefndar, hvort margumrædd skýrsla frá bönkunum sje komin í hennar hendur. (MG: Hún er komin fyrir nokkru síðan). Hæstv. forsrh. (SE) getur ekkert hrakið af því, sem sagt hefir verið um eftirlit með bönkunum, og er það vitanlegt, að bankaráðið á að hafa hönd í bagga með rekstri þeirra. Jeg á heldur ekki gott með að skilja, að rannsókn þingnefndar á hag bankans geti orðið til þess að veikja álit hans, ef alt er með feldu. Held jeg og, að þessi fyrirhugaði bankaeftirlitsmaður yrði litlu betri en þingnefnd, síst ef henni væri ætlaður nægur tími til starfa. Sýnist mjer það sitja illa á þessu sparnaðarþingi, sem nú situr á rökstólum, að fara nú að stofna nýtt og hálaunað embætti, sem vafasamt er mjög um, hversu sje nauðsynlegt. (Forsrh. SE: Þetta eru alls ekki há laun). Jæja, það má vel vera, að þau sjeu ekki úr hófi fram, en há eru þau samt, miðuð við kaup annara. En jeg tel þetta brot á stefnu þingsins, og þetta ekki svo mikils varðandi, að eigi mætti bíða til næsta þings. Enda tel jeg ýmsa þá annmarka á þessu frv., að eigi sje fært að samþykkja það nú.